Júlíana Jónsdóttir

ID: 14570
Fæðingarár : 1871
Dánarár : 1953

Júlíana Jónsdóttir Mynd VÍÆ I

Júlíana Sigríður Jónsdóttir fæddist 7. mars, 1871 í S. Múlasýslu. Dáin í N. Dakota 2. nóvember, 1953.

Maki: 11. febrúar, 1893 Hermann Bjarnason f. í Víðfirði í Norðfjarðarhreppi 21. desember, 1867 í S. Múlasýslu, d. í Milton í N. Dakota 6. september, 1957.

Börn: 1. Lilly Ethel f. 28. október, 1893 2. Bjarnína Guðrún f. 19. maí, 1896 3. Lára Marsibil f. 11. mars, 1898, d. 2.mars, 1923 4. Ármann Guðmann f. 27. febrúar, 1900 5. Jón Óskar f. 10. apríl, 1902 6. Laufey f. 4. júní, 1904 7. Frank Cecil f. 5. maí, 1906, d. 15. apríl, 1956 8. Elvira Svanbjörg f. 28. nóvember, 1908 9. Helgi Ellert Víðfjörð f. 1. ágúst, 1913.

Hermann fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1888 og þaðan sama ár í Pembinabyggð í N. Dakota. Júlíana fór vestur sama ár og var fyrst í Churchbridge í Saskatchewan. Þau námu land í Fjallabyggð árið 1893 og bjuggu nálægt Milton.