ID: 19578
Fæðingarár : 1838
Fæðingarstaður : Borgarfjarðarsýsla
Dánarár : 1917

Júlíana Jónsdóttir, skáldkona. Mynd Dm.
Júlíana Jónsdóttir fæddist 27. mars, 1838 í Borgarfjarðarsýslu. Dáin 12. júní, 1917 í Blaine í Washington.
Ógift og barnlaus.
Júlíana flutti vestur til Manitoba um 1885 og fór þaðan fljótlega suður til N. Dakota til hálfbróður síns, Jóns Hrútfjörð. Settist svo að í Winnipeg um tíma en flutti vestur til Interbay, í útjaðri Seattle við Kyrrahaf. Bjó sín síðustu ár í Blaine.
