ID: 20023
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1916
Fæðingarstaður : Gimli
Dánarár : 1943
Júlíus Björn Jónsson fæddist 4. janúar, 1916 í Nýja Íslandi. Dáinn árið 1943 í Seinni heimsstyrjöldinni. Johnson vestra.
Ókvæntur og barnlaus.
Júlíus var sonur Jóns Björnssonar og Jósefbínu Jósefsdóttur sem vestur fluttu til Manitoba árið 1892. Hann ólst upp í Nýja Íslandi, gekk í skóla á Gimli og vann við fiskveiðar í Winnipegvatni. Hann gekk í kanadíska flugherinn í ágúst árið 1940 og barðist í Evrópu.
