Júlíus Ingimundarson

ID: 4287
Fæðingarár : 1881
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1957

Júlíus Kristján Ingimundarson Mynd Einkasafn

Júlíus Kristján Ingimundarson fæddist í Dalasýslu 16. mars, 1881. Dáinn í Winnipeg 14. mars, 1957. Goodman vestra.

Maki: Björg Sveinson.

Börn: 1. Fríða (Freda) 2. Sólborg 3. Anna 4. Isabella 5. Júlíana (Juliana) 6. Herdís 7. Ruby 8. Jean 9. Margrét (Margaret) 10. Donald 11. Robert 12. Lilly.

Júlíus flutti vestur árið 1888 með foreldrum sínum, Ingimundi Guðmundssyni og Sólborgu Guðmundsdóttur. Þau settust að í Grunnavatnsbyggð þar sem þau bjuggu lengi en fluttu svo til Lundar. Júlíus settist að í Oak Point og bjó þar til ársins 1926, flutti þá til Winnipeg.