ID: 16852
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1903
Kári Vilhelm Ásmundsson fæddist í Winnipeg 2. júlí, 1903.
Maki: María Valgerður Hallgrímsdóttir f. 16. júní, 1907 í N. Múlasýslu. Mathews vestra.
Börn: 1. Herbert Pétur f. 10. ágúst, 1929.
Kári var sonur Ásmundar Jóhannssonar og fyrri konu hans, Sigríðar Jónasdóttur sem bjuggu í Winnipeg. Þar gekk Kári í Jóns Bjarnarsonar skóla og lauk þar námi 1924. Fór þá strax að vinna hjá föður sínum í byggingariðnaði í borginni. María var dóttir Hallgríms Metúsalemssonar og Kristjönu Vigfúsdóttur er vestur fluttu með barnahóðinn sinn árið 1913 og námu land í Lundarbyggð.
