ID: 14407
Fæðingarár : 1869
Fæðingarstaður : S. Múlasýsla
Katrín Árnadóttir fæddist 17. júlí, 1869 í S. Múlasýslu.
Maki: Alphonse Lessard f. í Kanada 12. júlí, 1866.
Börn: 1. Flora f. 1891 2. Arthur f. 1893 3. Edward f. 1895 4. Margrét f. 1897 5. Mary f. 1903.
Katrín flutti vestur til Manitoba árið 1882 með móður sinni, ekkjunni Þórunni Björnsdóttur og settust þær að í Selkirk. Þar kynntist hún manni sínum og hófu þau þar búskap og bjuggu fram yfir aldamót. Í manntali 1906 eru þau í Provencher héraði. Þaðan lá svo leið þeirra suður til Bandaríkjanna og árið 1930 búa þau hjá Arthur syni sínum í Waukegan í Illinois
