Katrín Kristjana Schou fæddist 13. september, 1831 í S. Þingeyjarsýslu. Dáin 17. febrúar, 1895 í Manitoba.
Maki: Sigurður Pétur Laxdal fæddist í Eyjafjarðarsýslu 17. apríl árið 1839. Dáinn í Saskatchewan árið 1910. Laxdal vestra.
Börn: Lúðvík f. 1867 í S. Þingeyjarsýslu.
Hún var dóttir Hermanns Sivert Christian Schou verslunarstjóra á Siglufirði. Kona hans hét Sigríður Jónsdóttir. Sigurður var sonur Gríms bókbindara Laxdal á Akureyri og Hlaðgerðar Þórðardóttur konu hans. Þau fluttu vestur til sonar síns í Winnipeg í Manitoba árið 1888. Ári síðar fluttu þau í Argylebyggð. Sigurður flutti heim til Íslands sama ár og kona hans lést og vann við verslunarstörf á Akureyri hjá bróður sínum Eggert Laxdal. Hann flutti vestur aftur til Winnipeg í Manitoba árið 1897 og bjó hjá syni sínum. Flutti með honum og konu hans í Vatnabyggð í Saskatchewan árið 1904 og nam land í Foam Lake byggð þar sem hann andaðist sex árum síðar.
