ID: 1346
Fæðingarár : 1868
Fæðingarstaður : Árnessýsla
Dánarár : 1912
Katrín Tómasdóttir fæddist 2. febrúar í Árnessýslu árið 1868. Dáin 1912 í Langruth í Manitoba.
Maki: Ingimundur Ólafsson f. 1867 í Strandasýslu, d. í Manitoba árið 1953.
Börn: 1. Tómas Hjalti 2. Guðmundur 3. Ólafur Walter 4. Sigríður 5. Guðfinna 6. Ingirín
Ingimundur fór vestur um haf til Winnipeg í Manitoba árið 1888 og bjó fyrstu árin í Þingvallabyggðinni í Saskatchewan. Hann flutti á Big Point 1894 og kvæntist um það leyti Katrínu. Hún var dóttir Tómasar Ingimundasonar úr Árnessýslu. Ingimundur hóf búskap á landi sínu á Big Point og starfaði við það til ársins 1912. Hann flutti til Langruth árið 1912 en það ár andaðist Katrín. Ingimundur flutti þá til Reykjavíkur austan Manitobavatns árið 1916.