Klemens Guðmundsson fæddist í Húnavatnssýslu 12. ágúst, 1860. Dáinn í Selkirk í Manitoba 6. október, 1946. Klemens G. Jónasson vestra.
Maki: Ósk Ingibjörg Jónsdóttir f. árið 1857 í Barðastrandarsýslu.
Börn: 1. Jakob f. 5. júlí, 1884 2. Ingibjörg f. 10. september, 1885 3. Kristjana Margrét f. 7. júlí, 1891 4. Halldóra Kristín f. 16. janúar, 1893 5. Lárus Þórarinn f. 30. ágúst, 1894 6. Aðalheiður Lovísa f. 15. apríl, 1897.
Klemens og Ingibjörg fluttu til Vesturheims árið 1886. Afi Guðmundar, Einar kaupmaður í Reykjavík var sonur Jónasar Jónssonar á Gili í Svartárdal. Klemens tók föðurnafn hans. Í Saga Íslendinga í Vesturheimi IV segir um klemens bls. 453: ,,Klemens aaaaajónasson bjó í Selkirk til hárrar elli og dauðadags. Var hann með allra áhrifamestu leiðtogum í Selkirk á sinni tíð, bæði í kirkjulegu starfi og öðrum íslenzkum félagsskap. Hann hafði brennandi áhuga og dugnað, var sérlega vel máli farinn og margfróður.“
