ID: 2118
Fæðingarár : 1872
Dánarár : 1950
Kolbeinn Siggeirsson fæddist 19. október, 1872 í Borgarfjarðarsýslu. Dáinn í Seattle í Washington 27. apríl, 1950. Kolbeinn S. Thordarson vestra.
Maki: Anna Jónsdóttir f. 24. maí, 1872 í Þingeyjarsýslu.
Barn: Hermann Kolbeinn f. 7. apríl, 1908.
Kolbeinn var sonur Siggeirs Þórðarsonar og Önnu Stefánsdóttur, sem vestur fluttu úr Borgarfjarðarsýslu 1886. Kolbeinn var prentari bæði í N.Dakota og Saskatchewan, flutti vestur að Kyrrahafi þar sem hann gerðist vararæðismaður Íslands og bjó í Seattle.