ID: 18140
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1907

Konráð Steingrímsson Mynd VÍÆ II
Sigurður Konráð Steingrímsson fæddist í Selkirk, Manitoba 25. ágúst, 1907.
Maki: 24. maí, 1934 Kristjana Jakobína Kristjánsdóttir f. í Manitoba 11. mars, 1914.
Börn: 1. Steinunn Þóra Sigríður f. 15. febrúar, 1939 2. Allan Bryant f. 22. maí, 1950.
Sigurður Konráð var sonur Steingríms Sigurðssonar og Elísabetu Jónsdóttur, sem fluttu vestur til Manitoba árið 1900. Bjuggu fyrst í Selkirk en 1909 settust þau að í Víðirbyggð í Nýja Íslandi. Þar ólst Sigurður Konráð upp og gerðist þar bóndi. Foreldrar Kristjönu voru Kristján Jakob Jónasson og Steinunn Gísladóttir, landnemar í Manitoba. Kristjana tók þátt í félagsmálum landa sinna í Víðirbyggð, sat þar um árabil í stjórn kvenfélagsins Ísafold.