Kristín Anna Daníelsdóttir fæddist 31. maí, 1879 í Hnappadalssýslu
Maki: 2. mars, 1898 Sigurður Eyjólfsson f. í Árnessýslu 25. júlí, 1857, d. í Manitoba 12. júní 1943. Eyolfson vestra.
Börn: 1. Allan f. 2. júlí, 1899 2. Lillian May f. 27. maí, 1901 3. Herbert f. 27. október,1902 4. Ronald Hilmar f. 12. mars, 1909 5. Lawrence Alvin f. 6. júlí, 1914 6. Jörína Herdís 9. nóvember, 1916.
Kristín Anna flutti vestur til Manitoba með sínum foreldrum, Daníel Sigurðssyni og Kristjönu Jörundsdóttur árið 1894. Sigurður flutti vestur til Winnipeg í Manitoba með móður sinni, Úlfhildi Sigurðardóttur og bræðrunum Halldóri og Ingvari. Hann fór fyrst vestur í Þingvallabyggð í Saskatchewan og nam land nærri Churchbridge. Færði sig á annað land vestur af Yorkton en gafst þar upp á baslinu vegna þurrka og flutti í Lundarbyggð í Manitoba árið 1894.
