
Páll Árnason og Kristín Eggertsdóttir Mynd LDJ
Kristín Eggertsdóttir fæddist í Mýrasýslu 9. apríl, 1880. Dáin í Winnipeg árið 1969.
Maki: Páll Árnason f. 3. júlí,1878 í Borgarfjarðarsýslu. Reykdal vestra, d. 13. september, 1951 í Winnipeg.
Börn: 1. Grace f. 1905, d. 1973 2. Paul f. 1906, d. 1907 3. Sigríður f.1907 4. Paul Valdimar f. 1910, d.1975 5. Helga f. 1913 6. Skapti f. 1916, d. 1959 7. Hazel Violet f. 1918 8. Arthur Meighen f. 1922.
Kristín fór vestur árið 1887 með foreldrum sínum, Eggerti Jónssyni og Sigríði Jónsdóttur. Þau settust að í Nýja Íslandi, skammt frá Gimli. Bjuggu seinna í Winnipeg og síðast í Narrows við Manitibavatn. Páll fór vestur sama ár með sínum foreldrum, Árna Jónssyni og Helgu Jónsdóttur. Kristín og Páll bjuggu í Lundarbyggð en þar settust foreldrar Páls að árið 1889.
