ID: 20243
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1896

Kristín Hildur var fjallkona á Íslendingadeginum á Gimli árið 1947. Mynd VÍÆ VI
Kristín Hilda Sigurdson fæddist í N. Dakota 14. maí, 1896.
Maki: Stefán Björgvin Stefánsson f. 3. október, 1889, d. 28. mars, 1971.
Börn: 1. Lawrence Björn f. 1918, d. 1981 2. Verna Kristín 3. Alma Marin 4. Stefan Leonard 5. Magnús.
Kristín var dóttir Hreggviðs Sigurðssonar og Guðrúnar Torfadóttur. Foreldrar Stefáns voru Stefán Björnsson og Guðríður Björnsdóttir. Kristín og Stefán bjuggu í Winnipeg alla tíð og tóku mikinn þátt í félags- og menningarlífi landa sinna í borginni. Kristín þótti framúrskarandi píanóleikar.