
Kristín Halldórsdóttir Mynd VÍÆ II
Kristín Halldórsdóttir fæddist 16. apríl, 1896 í Nýja Íslandi.
Maki: 7. ágúst, 1924 Pálmi Jónsson f. á Gimli í Manitoba 13. febrúar, 1892. Pálmi J. Stefánsson oftast vestra.
Börn: 1. Florence Valdina f. 15. mars, 1927 2. Baldur Lorne f. 3. mars, 1929 3. Clara Hólmfríður f. 24. apríl, 1935 4. Jón Pálmi f. 3. nóvember, 1937.
Pálmi var sonur Jóns Stefánssonar og Sæunnar Jónsdóttur í Steep Rock, Manitoba. Hann stundaði bæði landbúnað og fiskveiðar meðan hann bjó í Nýja Íslandi. Flutti til Steep Rock 1912 og bjó þar eftir það. Kristín gekk í grunn- og miðskóla í Gimli, fór þaðan í kennarskólamenntun í Brandon. Kenndi um skeið áður en hún gekk í hjónaband og líka eftir að börn hennar uxu úr grasi og gátu fylgt henni í vinnu. Var í Allenby skólanum í Steep Rock.