Kristín Hinriksdóttir

ID: 1364
Einstætt foreldri
Fæðingarár : 1856
Dánarár : 1920

Kristín Hinriksdóttir fæddist í Árnessýslu 11. ágúst, 1856. Dáin í Saskatchewan árið 1920.

Maki: Ólafur Jónsson d. 27. maí, 1892 á Íslandi.

Börn: 1. Elín Kristín f. 13. júní, 1880, d. í Vesturheimi 15. mars, 1939 2. Jóhann Kristján f. 17. október, 1883, fór ekki vestur 3. Jórunn f. 7. september, 1888, d. 19. apríl, 1947 á Íslandi 4. Magnús f. 19. október, 1891, fór vestur með móður sinni.

Kristín flutti ekkja vestur til Manitoba árið 1900, með Magnús, son sinn. Vestra var hún um skeið ráðskona hjá Gabríel Gabríelssyni úr Ísafjarðarsýslu.