
Kristín Jónsdóttir Mynd VÍÆ II
Kristín Jónsdóttir fæddist í Mýrasýslu 23. apríl, 1894. Dáin í Saskatchewan 22. ágúst, 1958.
Maki: 6. júlí, 1915 Sigurður Sigurðsson f. í Borgarfjarðarsýslu 15. júlí, 1885.
Börn: 1. Ásgeir f. 3. ágúst, 1916 2. Olga Torfhildur f. 9. febrúar, 1918 3. Thorbjörn Sigurður f. 26. september, 1919 4. Harold Marino f. 23. desember, 1921 5. Sylvia Louise f. 7. desember, 1923 6. Karl Edward f. 12. júní, 1926 7. Hugh William f. 12. júlí, 1928, d. í bílslysi 14. ágúst, 1953 8. Pauline Emily f. 30. október, 1930 9. John Vinne f. 6. október, 1932.
Kristín flutti vestur árið 1909 og var hjá systur sinni, Vilborgu í Vatnabyggð til ársins 1915, flutti þá til Winnipeg. Sigurður flutti vestur með móður sinni, Ingveldi Jónsdóttur og systkinum árið 1897. Þau settust að í Argylebyggð í Manitoba en fóru þaðan árið 1899 norður í Áftárdal, Swan River. Þar bjuggu þau til ársins 1911, þá fluttu þau vestur í Vatnabyggð í Saskatchewan og þar nam Sigurður land nærri Elfros.