Kristín Jónsdóttir

ID: 4122
Fæðingarár : 1875
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1949

Kristín Jónsdóttir Mynd Dm

Kristín Jónsdóttir fæddist 20. maí, 1875 í Dalasýslu. Dáin í Winnipeg 17. október, 1949.

Maki: 1897 Pétur Erlendsson f. 1871 í S. Múlasýslu, d. 2. júlí, 1954 í Manitoba.

Börn: 1. Guðrún 2. Guðný 3. Emil 4. Jón Magnús 5. Anna.

Kristín flutti vestur árið 1876 með foreldrum sínum, Jóni Þórðarsyni og Guðrúnu Jónasdóttur. Þau settust að í Argylebyggð þar sem Kristín óx úr grasi. Hún varð kennari áður en hún giftist. Pétur flutti vestur til Kanada árið 1889. Þau hófu búskap í Argylebyggð og bjuggu þar til ársins 1907. Þaðan lá leiðin í Belmont, þaðan svo eftir fjögur ár til Glenboro og loks til Winnipeg. Bjuggu þar til æviloka.