
Kristín með Helgu, Harald og Stefán Mynd IRS

Kristín Soffía Þorvaldsdóttir og Stefán Ólafsson Myns IRS
Kristín Soffía Þorvaldsdóttir fæddist í Fljótsbyggð 14. júlí, 1901. Dáin í Nýja Íslandi 15. ágúst, 1983.
Maki: 26. desember, 1918 Stefán Ólafsson f. í Winnipeg 2. ágúst, 1896, d. í Winnipeg 19. febrúar, 1956.
Börn: 1. Helga Jóhanna f. 12, janúar, 1920 2. Stefán Ólafur (Steve) f. 20. júlí, 1921 3. Haraldur Gordon f. 6. júní, 1923 4. Kristín Fjóla f. 17. janúar, 1925, d. af slysförum 11. ágúst, 1928 5. Joyce Doreen f. 3. desember, 1926 6. Esther Loreen f. 12. apríl, 1928 7. Viola Joan Barbara f. 26. janúar, 1934 8. Constance Rosalia f. 24. nóvember, 1936.
Kristín var dóttir Þorvaldar Þórarinssonar og Helgu Tómasdóttur í Fljótsbyggð. Foreldrar Stefáns voru Stefán Ólafsson og og Jóhanna M Friðriksdóttir. Kristín og Stefán fluttu til Winnipeg stuttu eftir brúðkaupið þar sem þau voru í eitt ár. Sneru þá aftur til Riverton og komu sér þar vel fyrir. Stefán rak bílaverkstæði til ársins 1945, keypti þá land skammt frá þorpinu og hófu búskap. Þar bjuggu þau síðan. Meir um Kristínu í Íslensk arfleifð að neðan.