Kristín Þorkelsdóttir

ID: 8040
Fæðingarár : 1861
Fæðingarstaður : Eyjafjarðarsýsla

Kristín Þorkelsdóttir fæddist í Eyjafjarðarsýslu árið 1861.

Ógift og barnlaus.

Hún var dóttir Þorkels Ingimundarsonar, landnámsmanns í Lyon sýslu nærri Minneota árið 1878 og Sigríðar Guðmundsdóttur. Þau fluttu vestur um haf árið 1876. Kristín fór vestur árið 1880 og var fyrst í íslensku byggðinni í Minnesota and flutti seinna þaðan til Watertown í Codington sýslu í S. Dakota. Þar bjó einnig Hallgrímur bróðir hennar. Kristín var ágætlega ritfær kona og sendi greinar til Winnipeg sem birtar voru í Lögbergi.