Kristín Þorsteinsdóttir

ID: 2298
Fæðingarár : 1879
Fæðingarstaður : Borgarfjarðarsýsla

Kristín Þorsteinsdóttir Mynd VÍÆ II

Jóhann H Pálsson Mynd VÍÆ II

Kristín Þorsteinsdóttir fæddist 21. september, 1879 í Borgarfjarðarsýslu.

Maki: 15. nóvember, 1901 Jóhann Hjörtur Pálsson f. Borg 11. júní, 1873 í Borgarfjarðarsýslu. Dáinn í Lundarbyggð 11. október, 1946.

Börn: 1. Þóra Andrea f. 1. september, 1902, d. 10. janúar, 1963 2. Kári f. 3. nóvember, 1903 3. Svava f. 14. febrúar, 1905 4. Halldóra f. 1. ágúst, 1907, d. 3. nóvember, 1920 5. Leifur f. 20. desember, 1909 6. Ingibjörg f. 14. nóvember, 1911 7. Ólafía f. 10. maí, 1913 8. Ástríður f. 22. júní, 1915 9. Páll f. 6. september, 1917 10. Þorsteinn f. 20. ágúst, 1920 11. Halldóra f. 15. júní, 1925.

Jóhann Hjörtur fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1897 ásamt móður sinni, Sigurbjörgu Helgadóttur og hálfbróður sínum Kristjáni. Þar vann Jóhann til ársins 1900 en sneri þá eftur til Íslands til að sækja unnustu sína, Kristínu Þorsteinsdóttur. Var hann vetrarmaður heima hjá henni í Húsafelli.  Segir sagan að foreldrar hennar hafi verið mótfallnir þeim ráðahag svo Kristín og Jóhann laumuðust burt og riðu norður á Akureyri þar sem þau komust í skip og sigldu brott árið 1901. Þau gengu í hjónaband í Winnipeg sama ár og bjuggu þar næstu þrjú árin. Þá námu þau land í Lundarbyggð þar sem þau bjuggu eftir það.