Kristinn N Jónsson

ID: 19184
Fædd(ur) vestra
Fæðingarstaður : Brandon

Kristinn Normann Jónsson fæddist í Brandon, Manitoba.

Maki: Sigríður Sigurðardóttir fædd í Winnipeg.

Kristinn var sonur Jóns Normanns Jónssonar og Guðrúnar Halldórsdóttur frá Ísafirði.

Guðrún missti mann sinn og kvæntist aftur. Seinni maður hennar var Magnús Davíðsson og ólst Kristinn upp hjá þeim. Hann flutti með þeim í Pine Valley byggðina árið 1900 og vann með stjúpa sínum við búskapinn. Þegar Magnús lést árið 1919 tók Kristinn við búinu. Sigríður flutti í byggðina með foreldrum sínum, þeim Sigurði Magnússyni og Unu Jónsdóttur árið 1905. Þau bjuggu lengstum í Piney þorpinu.