Kristinn Oddfriðsson

ID: 17974
Fæðingarár : 1893
Fæðingarstaður : N. Múlasýsla

Kristinn Oddfriðsson og Ila Vera Mynd VÍÆ II

Kristinn Oddfriðsson fæddist 4. september, 1893 í N. Múlasýslu. Hann var sonur Oddfriðs Oddssonar og Dýrfinnu Hinriksdóttur. Skrifaði sig Oddsson vestra.

Maki: 25. desember, 1929 Ila Vera Neilly f. 14. september, 1900 af kanadískum ættum.

Börn: Joseph Ross Thor f. 19. september, 1930.

Kristinn fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1913 og þaðan rakleitt til móðurbróður síns, Magnúsar Hinrikssonar í Þingvallabyggð í Saskatchewan. Flutti suður til Michigan í Bandaríkjunum.