ID: 18812
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1887
Dánarár : 1926
Kristján Björn Jónsson fæddist 29. júlí, 1887 í Lyon sýslu í Minnesota. Dáinn í Kaliforníu árið 1926. Kristjan Bjorn Davidson eða einungis Bjorn Davidson vestra.
Ókvæntur og barnlaus.
Kristján var sonur Jóns Davíðssonar og Ingibjargar Jónsdóttur sem vestur fóru árið 1879 og settust að í Lyon sýslu í Minnesota.
Kristján ólst upp í íslensku byggðinni í Lyon sýslu, fékk ungur vinnu í bænum Marshall hjá rafvirkja og lærði í frítímum á blásturshljóðfæri. Hann og Ólafur bróðir hans leigðu saman hús í Marshall árið 1920 en skömmu síðar flutti Kristján til Kaliforníu.
