Kristján B Sigurðsson

ID: 18124
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1899

Kristján B Sigurðsson Mynd VÍÆ II

Björg Olsen Mynd VÍÆ II

Kristján Bergþór Sigurðsson fæddist í Geysisbyggð í Nýja Íslandi 12. maí, 1899.

Maki: 16. júlí, 1929 Björg Olsen f. í Winnipeg 14. júní, 1905.

Börn: 1. Alvin Kristján f. 12. febrúar, 1931 2. Shirley Doreen f. 2. maí, 1935.

Kristján var sonur Sigfúsar Sigurðssonar og Sigurlaugar Jónsdóttur í Nýja Íslandi. Þar lauk hann grunnskólanámi, fór til Winnipeg til frekara náms í Manitobaháskóla. Lauk B.A. prófi þaðan árið 1923. Var ráðinn skólastjóri á ýmsum stöðum í fylkinu. Fyrst í Lac Du Bonnet 1924-25, þá Lundar 1926-28, Charleswood 1929-53 og loks St. James 1954.  Hann var kirkjunnarmaður, starfaði mikið fyrir Unitarakirkjuna í Lundar og va söngmaður góður. Lengi í íslenska karlakórnum í Winnipeg. Björg var dóttir Ólafs Olsen og Hólmfríðar Björgu Benediktson í Winnipeg.