Kristján Benediktsson

ID: 5998
Fæðingarár : 1850
Dánarár : 1923

Kristján Benediktsson fæddist í Húnavatnssýslu árið 1850. Dáinn á Íslandi árið 1923.

Maki: Guðrún Jónsdóttir f. 1836 í Húnavatnssýslu.

Börn: Þau eignuðust 16. börn. Með þeim vestur fóru 1. Anna f. 1873 2. Ingunn f. 1875 3. Sigurbjörg f.1881 4. Þorbjörg f. 1883 5. Hannes f. 1884 6. Kristján f. 1885. Steinunn Helga f. 1881 fór vestur árið 1896.  Guðlaug fæddist vestra árið 1899.

Þau fluttu vestur til Winnipeg árið 1888 þar sem þau voru fyrstu árin. Þau fluttu vestur að Kyrrahafi og byggðu sitt bú nærri Bellingham í Washington á árunum 1889-90. Það var svo árið 1893 að fjölskyldan flutti á Point Roberts og þar var Kristján með kvikfjárrækt. Hann fót til Íslands um aldamótin, var þar um tíma en sneri svo aftur til Point Roberts. Sennilega hefur heimsóknin til Íslands átt sinn þátt í mikilli heimþrá, ættjarðarástin dró hann heim og þar dó hann. Guðrún lifði mann sinn og bjó hjá börnum sínum í Washington.