ID: 7030
Fæðingarár : 1867
Fæðingarstaður : S. Þingeyjarsýsla
Dánarár : 1934
Kristján Benediktsson fæddist á Tjörnesi í S. Þingeyjarsýslu 14. ágúst, 1867. Dáinn í Manitoba 24. janúar, 1934.
Ókvæntur og barnlaus.
Hann flutti vestur til Winnipeg í Manitoba með móður sinni, Helgu Gísladóttur árið 1879. Faðir hans, Benedikt Andrésson drukknaði árið 1870. Kristján og Helga voru í vist í borginni fyrsta veturinn, fluttu um vorið 1880 til Nýja Íslands þar sem Helga giftist Jóni Björnssyni sama ár. Kristjan vann ýmiss störf í Winnipeg, verslunarstörf áttu vel við hann og svo fór að hann rak eigin verslun í Baldur til ársins 1930. Bjó móðir hans hjá honum þar og sín síðustu ár í Winnipeg.
