Kristján Benediktsson

ID: 19878
Fæðingarár : 1867
Dánarár : 1934

Kristján Benediktsson fæddist á Hóli á Tjörnesi í N. Þingeyjarsýslu 14. ágúst, 1867. Dáinn í Manitoba 24. janúar, 1934.

Ókvæntur og barnlaus.

Hann fór vestur árið 1879 með móður sinni, Helgu Gísladóttur og voru þau fyrsta árið í Winnipeg en fluttu svo til Nýja Íslands. Kristján fór þaðan aftur til Winnipeg og fékk vinnu hjá Alexander McDonald, sem seinna varð borgarstjóri í Winnipeg. Árið 1886 flutti hann með móður sinni og stjúpa til Argyle, vann við verslun á ýmsum stöðum, lengst í Baldur. Árið 1930 flutti hann með móður sinni til Winnipeg þar sem hann átti heima til dauðadags.