Kristján Helgason fæddist 23. nóvember, 1881 á Söndum í Mikley. Dáinn þar 12. október, 1950.
Maki: 12. júní, 1913 Sigþóra Þorláksdóttir f. á Leifsstöðum í Vopnafirði 24. mars, 1892.
Börn: 1. Kristín f. 18. október, 1914 2. Margrét Olga f. 23. ágúst, 1915, d. 3 ára 3. Helgi f. 22. apríl, 1917 4. Wilfred Laurier f. 22. júlí, 1919 5. Karl Þorlákur f. 28. febrúar, 1921 6. Einar Marínó f. 27. júní, 1925.
Kristján ólst upp í Mikley og bjó þar alla tíð. Hann var útgerðarmaður, rak þar verslun og annaðist póstþjónustu. Sigþóra var dóttir Þorláks Jónssonar og Helgu Þórðardóttur. Helga lést 15. nóvember, 1899 og árið 1905 fór Þorlákur vestur með Sigþóru 13 ára. Þau settust að í Mikley. Þar var Sigþóra símstjóri í 36 ár og var ætíð ötull þátttakandi í félags og samfélagsmálum í Mikley. Hún var forseti kvenfélagsins Úndína í 24 ár.