Kristján Halldórsson

ID: 4018
Fæðingarár : 1867
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1950

Kristján Halldórsson Mynd VÍÆ II

Kristján Halldórsson fæddist í Dalasýslu 8. júní, 1867. Dáinn 23. apríl, 1950 í N. Dakota.

Maki: 1. júlí, 1887 María Rögnvaldsdóttir f. í Skagafjarðarsýslu 28. maí, 1870, d. í N. Dakota 25. desember, 1963.

Börn: 1. Halldóra Ólöf f. 7. apríl, 1889 2. Halldór f. 12. nóvember, 1890 3. Málmfríður f. 10. september, 1893 4. Anna María f. 7. desember, 1895 5. Rögnvaldur f. 29. nóvember, 1898 6. Guðrún f. 22. júní, 1901 7. Solveig f. 17. maí, 1903 8. Þorgils f. 30. ágúst, 1905 9. Kjartan f. 5. maí, 1908.

Kristján flutti vestur til Nýja Íslands árið 1876 með foreldrum sínum, Halldóri Þorgilssyni og Málfríði Tómasdóttur. Þaðan lá leið þeirra suður til N. Dakota. María flutti árið 1874 vestur til Ontario í Kanada með móður sinni, Ólöfu Kjartansdóttur. Þær fluttu þaðan austur til Nova Scotia og settust að í Marklandi. Þaðan lá svo leið þeirra vestur til N. Dakota árið 1880. María og Kristján bjuggu alla tíð á landi sínu í Pembina sýslu.