Kristján J Kristjánsson

ID: 15445
Fæðingarár : 1884

Kristján Júlíus Kristjánsson fæddist í Reykjavík 1. júlí, 1884. Tók föðurnafn föður síns, Kristjáns Erlendssonar vestra.

Maki: 1. júní, 1907 Guðríður Björnsdóttir f. 7. júlí, 1884 í Árnessýslu.

Börn: 1. Guðmundur Kristján f. 27. október, 1908 í Foam Lake í Saskatchewan 2. Katrín Lilja f. 3. febrúar, 1910 3. Svava f. 14. september, 1912 4. Vilborg Hulda f. 14. apríl, 1914 5. Axel f. 28. apríl, 1916 6. Bjarni f. 5. ágúst, 1917 7. Oscar f. 19. júlí, 1919 8. Björg f. 30. mars, 1921 9. Sigurveig Rose f. 1. janúar, 1924 10. Anna Victoria f. 24. maí, 1926.

Kristján flutti fyrst vestur árið 1902 og bjó í Churchbridge og Tantallon í Saskatchewan. Fór heim til Íslands árið 1907 og kvæntist þar. Flutti svo aftur vestur til Saskatchewan, var fyrst í Tantallon en svo í Foam Lake árið 1909 þar sem hann bjó eftir það. Hann var bóndi.