
Kristján Vilhelm Jónsson Mynd FLNÍ
Kristján Vilhelm Jónsson* fæddist í Eyjafjarðarsýslu árið 1826. Dáinn í Narrows í Manitoba 23. janúar, 1908. Kernested eða Kjernested vestra.
Maki: 1) Þorbjörg Pálsdóttir f. 1817 2) Sigurlaug Sæmundsdóttir f. 1836 í Skagafjarðarsýslu 3) Sigríður Kristjánsdóttir.
Börn: Með Þorbjörgu 1. Páll f. 1849 2. Þórdís f. 1852 3. Elín Sigurbjörg f. 1854. Þau áttu fleiri börn, óvíst með afdrif þeirra. Með Sigurlaugu 1. Þorbjörg f. 1865 2. Halldór f. 16. nóvember, 1869. Sigurlaug átti Jónínu Sigrúnu Jónsdóttur f. 1862 með fyrri eiginmanni. Kristján og Sigríður áttu ekki börn saman.
Kristján flutti vestur til Winnipeg með Sigurlaugu og börnum þeirra árið 1876. Þau fóru strax til Nýja Íslands og námu land í Víðirnesbyggð og nefndu það Kjarna. Þar bjó Kristján þar til 1906 að hann flutti til Páls, sonar síns í Narrows.
*Skráður Kristján Kærnested í Vesturfaraskrá. Hallgrímur nokkur Jónsson og kona hans, Halldóra Þorláksdóttir bjuggu um hríð á Kjarna í Hrafnagilshreppi á 18. öld og mun einn sonur þeirra fyrstur hafa tekið sér ættarnafnið Kjærnested. (Skagfirðingabók 01.01.1994 bls. 101)
