ID: 3936
Fæðingarár : 1835
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1921

Kristján Sigurðsson og Margrét Sigurðardóttir Mynd WtW
Kristján Sigurðsson fæddist í Dalasýslu 1. nóvember, 1835. Dáinn í Lundarbyggð 5. desember, 1921.
Maki: Margrét Sigurðardóttir f. í Dalasýslu 16. nóvember, 1840, d. 1938
Börn: 1. Magnús f. 10. júlí, 1864, d. 8. maí, 1944 2. Margrét f. 23. september, 1866 3. Hólmfríður Salóme f. 17. febrúar, 1868, d. 17. febrúar, 1950 4. Sigurbjörn f. 28. maí, 1869, d. 22. desember, 1958 5. Kristjana f. 20. janúar, 1878, d. 28. apríl, 1943. 6. Kristján f. 1878 7. Anna f. 1883. Kristján og Margrét eignuðust 12 börn af þeim komust upp fimm þau elstu.
Þau fluttu til Winnipeg í Manitoba árið 1887 og bjuggu þat fyrstu tvö árin. Fluttu þaðan í Lundarbyggð og bjuggu þar alla tíð.
