Kristjana Bjarnason

ID: 20235
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1906

Arthur og Kristjana Bjarnason Mynd VÍÆ V

Kristjana Þorsteinsdóttir fæddist 22. maí, 1906 í Winnipeg. Kristjana Bjarnason vestra.

Maki: Arthur Bjarnason f. 4. desember, 1899, d. 19, mars, 1972.

Börn: 1. Arlan Roy f. 30. júní, 1942.

Kristjana var dóttir Þorsteins Jónssonar frá Lundarbrekku í Bárðardal og Áslaugar Jónsdóttur frá Mýri. Þau fluttu frá Winnipeg í Vatnabyggð árið 1914 og þar elst Kristjana upp, gengur þar í skóla og verður fyrsta hárgreiðslukonan í Wynyard. Arthur var sonur Júlíusar Bjarnasonar og Sigurjónu Helgu Sigurðardóttur sem fluttu til Wynyard í Vatnabyggð árið 1911.