Kristjana Ólafsdóttir

ID: 16788
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1910

Kristjana Ólafsdóttir fæddist í Oak Point í Manitoba 31. október, 1910.

Maki: 31. ágúst, 1935 Ingólfur Bergsteinsson f. í Saskatchewan 6. mars, 1897.

Börn: 1. Thora Ann f. 6. janúar, 1937 2. Linda f. 31. október, 1938 3. Paul f. 9. apríl, 1942 4. Bryan f. 1960.

Kristjana var dóttir Ólafs Hallssonar og Guðrúnar Björnsdóttur í Eriksdale í Manitoba. Hún lauk miðskólaprófi í Eriksdale og kennaraprófi í Winnipeg. Ingólfur var sonur Hjartar Bergsteinssonar og Þórunnar Guðlaugar Þorsteinsdóttur, sem lengi bjuggu í Saskatchewan. Hann varð efnafræðingur og vann hjá Shell olíufélögum að rannsóknum.