Kristjón Finnsson

ID: 3998
Fæðingarár : 1853
Fæðingarstaður : Snæfellsnessýsla
Dánarár : 1924

Kristjón Finnsson: Fæddur í Snæfellsnessýslu árið 1853. Dáinn árið 1924 í Nýja Íslandi.

Maki: 1) 1878 Sigríður Halldórsdóttir Reykjalín f. Snæfellsnessýslu árið 1870 2) 1885 Þórunn Björg Eiríksdóttir f. 1865 í N. Múlasýslu. Dáin 1911.

Börn: Með Sigríði 1. Sigríður f. 1878 2. Sigurður f. 1880. Með Þórunni 1. Ingunn Guðfinna f. 1886 2. Kristín f. 1888 3. Sigurrós f. 1891 4. Kristjón f.1894 5. Friðjón Victor f. 1895 6. Vilfred Laurence f. 1897 7. Sigríður f. 1901 8. Guðrún f. 1906.

Kristjón flutti vestur árið 1876 og fór til Halldórs Friðrikssonar í Mikley. Þaðan flutti hann að Íslendingafljóti og vann hjá Sigtryggi Jónassyni í sjö ár.  Flutti út í Mikley árið 1885, nam land skammt frá Vogum og nefndi Tjörnes.  Flutti þaðan aftur að Íslendingafljóti þar sem hann rak sögunarmyllu og verslun um árabil. Flutti á land sitt í Víðir- og Sandhæðabyggð árið 1911. Seldi það eftir níu ár og flutti til Árborgar.