ID: 4244
Fæðingarár : 1880
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1927

Kristófer Níelsson Mynd Breiðfirðingur 20.-21.árg.
Kristófer Níelsson fæddist í Dalasýslu 22. febrúar, 1880. Dáinn í Chicago í maí, 1927. Christopher Johnston vestra.
Ókvæntur og barnlaus.
Kristófer var sonur Jórunnar Jónsdóttur, vinnukonu í Sælingsdal og Níels Árnasonar, sem varð bóndi á Stóra-Múla í Saurbæ. Þriggja ára gamall fer Kristófer vestur til Kanada, óljóst á hvers vegum. Hann ólst upp í Winnipeg, gekk í Wesley College um tíma og virðist snemma hafa fengist við leiklist. Tækifæri virðast hafa boðist honum í Chicago og þar haslar hann sér völl. Alla tíð unni hann ljóðlist en ekkert er til eftir hann nema á ensku.
