ID: 17352
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1905

Lára Helga Júlíusdóttir Mynd VÍÆ I
Lára Helga Júlíusdóttir fæddist 16. janúar, 1905 á Gimli.
Maki 21. apríl, 1926 Sven Johan Hansson f. í Winnipeg 29. september, 1895, d. á Gimli 22. ágúst, 1985. Skrifaði sig Tergesen vestra..
Börn: 1. Sven Johan f. 2. október, 1927 2. Terence Pétur Júlíus f. 6. janúar, 1932.
Lára var dóttir Júlíusar Jóhanns Sólmundssonar og Helgu Jónatansdóttur á Gimli. Sven fetaði í fótspor föður síns, Hans Péturs og gerðist kaupmaður á Gimli. Hann tók þátt í samfélagsmálum, sat í bæjarráði í tvö ár og vann vel að safnaðarmálum lúthersku kirkjunnar. Lára Helga var sömuleiðis virk í samfélagsmálum bæjarins.