ID: 18505
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1886
Dánarár : 1953
Jóhanna Lára Jóhannesdóttir fæddist í Mikley 14. nóvember, 1886. Dáin í Riverton 18. janúar, 1953. Lára Eyjólfsson vestra.
Maki: 17. mars, 1914 Magnús Eiríkur Victor Eyjólfsson fæddist 22. september, 1889 í Unalandi í Fljótsbyggð. Dáinn 28. desember, 1966. Victor Eyjólfsson vestra.
Börn: 1. Gunnsteinn f. 8. febrúar, 1915 2. Alice Lára f. 12. júní, 1916.
Jóhanna Lára var dóttir Jóhannesar Helgasonar og Jakobínu Sigurðardóttur. Foreldrar Magnúsar voru Gunnsteinn Eyjólfsson og Guðfinna Eiríksdóttir í Unalandi í Fljótsbyggð í Nýja Íslandi. Magnús tók við verslun föður síns árið 1910 og um sama leyti pósthúsið í Riverton.