Lára Scheving

ID: 2585
Fæðingarár : 1870

Lára Elín Lárusdóttir fæddist í Árnessýslu 8. mars, 1870. Scheving vestra.

Maki: 15. október, 1901 Ásmundur Magnússon f. 7. október, 1877 í Hvalfirði. Freemann vestra. Þau skildu.

Börn: 1. Lárus f. 22. mars, 1907 í Winnipeg.

Hús séra Jóns Bjarnasonar var á 118 Emily St. í Winnipeg. Mynd Minningarrit Séra Jón Bjarnason

Lára og móðir hennar, ekkjan Elín Ögmundsdóttir, fluttu vestur til Manitoba árið 1887 og settust að í Winnipeg. Lára vann heimilisstörf hjá nokkrum íslenskum fjölskyldum í borginni og gekk í kvöldskóla. Þær mæðgur bjuggu eitthvað  hjá séra Jóni Bjarnasyni þar í borg. Seinna fór Lára í íslensku byggðina við norðanvert Manitobavatn og bjó þar eitthvað. Þar kynntist hún Ásmundi og fluttu þau vestur að Kyrrhafi og bjuggu síðast í Vancouver. Ásmundur kom vestur árið 1886 með foreldrum sínum, Magnúsi Frímanni Ólafssyni og Helgu Jónsdóttur. Fjölskyldan tók nafnið Freemann vestra. Eftir skilaðinn flutti Lára til baka til Manitoba og bjó síðan hjá Lárusi syni sínum á Gimli.