ID: 20402
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1910
Dánarár : 1975
Lára Vilhjálmsdóttir fæddist 17. janúar, 1910 nærri Wynyard í Vatnabyggð. Dáin þar árið 1975.
Maki: 2. apríl, 1935 Sverrir Ottó Ívarsson fæddist í Eyjafjarðarsýslu 22. febrúar, 1910.
Börn: 1. Frida Lorraine 21. júní, 1935 2. Karl Ívar f. 20. janúar, 1939 3. Linda Björg f. 1. júlí, 1946
Lára var dóttir Vilhjálms Ólafssonar og Þorbjargar Lárusdóttur bænda í Vatnabyggð. Sverrir var sonur Ívars Hjartarsonar og Guðnýjar Rósu Stefánsdóttur. Ívar flutti til Vesturheims árið 1913 og bjó í Vatnabyggð. Guðný og Sverrir fóru þangað árið 1927 og settust að í Wynyard. Þar bjó Sverrir alla tíð en erfði land föður síns skammt frá þorpinu. Þar var hann með umfangsmikið hænsnabú.