Lárus Guðmundsson fæddist 24. júní, 1852 í Snæfellsnessýslu. Dáinn 29. apríl, 1940 á Gimli í Manitoba. Goodman vestra.
Maki: Ingibjörg Guðmundsdóttir f. í Strandasýslu 1. október, 1862, d. 18. mars, 1931 í Winnipeg.
Börn: 1. Hjörtur f. 14. nóvember, 1874, Lárus átti hann fyrir hjónaband. 2. Guðmundur f. 1881 3. Anna Ingibjörg f. 22. september, 1884 4. Haraldur Kristján f. 1885 5. Þórarinn Helgi f. 1886 6. Lára f. 9. desember, 1890 í Winnipeg, d. 13. júlí, 1970 7. Halldóra Sigrún f. 26. apríl, 1899 8. Albert Paul f. 22. október, 1906 í Duluth.
Lárus og Ingibjörg fluttu vestur til Winnipeg árið 1887 með Guðmund, Önnu, Harald og Þórarinn. Hjörtur fór þangað 1889. Eftir nokkur ár í Winnipeg fluttu þau í Árdals- og Framnesbyggð nærri Arborg. Þaðan lá leið þeirra til Minnesota og settust þau nú að í Duluth. Þar var þá fyrir Halldóra, systir Lárusar og hennar maður, Siggeir Ólafsson. Árið 1908 sneru þau aftur til Winnipeg þar sem þau bjuggu eftir það.
