Lárus Matthías Árnason

Fæðingarár : 1862
Fæðingarstaður : Vestmannaeyjar
Dánarár : 1909

Lárus Matthías Árnason fæddist í Vestmannaeyjum 24. janúar, 1862. Dáinn í Grand Forks, N. Dakota árið 1909.

Ókvæntur og barnlaus.

Lárus fór frá Vestmannaeyjum til Kaupmannahafnar árið 1885. Hann var lyfsali. Flutti vestur um haf frá Danmörku til Grand Forks í N. Dakota. Þar starfaði hann alla tíð til dauðadags.