
Laufey S Byron Mynd VÍÆ III
Laufey Sigurrós Byron fæddist í Vestfold í Manitoba 27. ágúst, 1900.
Maki: 8. júní, 1923 Frank S Taylor f. í Englandi árið 1899. Flutti til Kanada með móður sinni árið 1911.
Börn: 1. Ernest Franklin f. 15. janúar, 1924 2. Hazel Lillian f. 5. júní, 1926 3. Winston Byron f. 13. ágúst, 1941.
Laufey var dóttir Stefáns Björnssonar Byron og konu hans, Guðbjargar Sigurðardóttur sem vestur fluttu árið 1893. Laufey gekk menntaveginn, nam í verslunarskóla í Winnipeg. Vann svo á skrifstofu í borginni áður en hún giftist. Var ráðin póstmeistari í Oak Point og gengdi því starfi í 11. ár. Frank gekk í kanadíska herinn og barðist í fyrri heimstyrjöld. Særðist við Vimy Ridge sneri aftur til Kanada og stundaði minkarækt.

Winston Byron Mynd VÍÆ III

Hazel Byron Mynd VÍÆ III

Ernest Franklin Mynd VÍÆ III
