ID: 20102
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1932
Fæðingarstaður : Gimli
Dánarár : 2005

Leo Frímann Hannesson Mynd VÍÆ IV
Leo Frímann Hannesson fæddist á Gimli 28. febrúar, 1932. Dáinn árið 2005. Kristjanson vestra.
Maki: 30. júní, 1957 Jean Evelyn Cameron f. 3. nóvember, 1935 í Minnedosa í Manitoba.
Börn: Öll fædd í Saskatoon 1. Terri Elín f. 24. september, 1959 2. Darryl Cameron f. 17. apríl, 1961 3. Brenda Jean f. 9. ágúst, 1962 4. Joanne Alda f. 16. apríl, 1964.
Leo var sonur Hannesar Kristjánssonar og Elínar Þórdísar Magnúsdóttur á Gimli í Manitoba. Þar ólst Leo upp og gekk þar í skóla. Stundaði framhaldsnám í Manitobaháskóla í Winnipeg og lauk þaðan B.A. og M. A. prófum. Nam hagfræði í Madison í Wisconsin og lauk þaðan doktorsprófi árið 1963. Nánar um starfsferil Leo í Atvinna að neðan.
