Lilja G Kristjánsson

ID: 17837
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1922

Lilja Guðrún Kristjánsson Hearn Mynd VÍÆ II

Lilja Guðrún Kristjánsson fæddist í Wynyard, 6. ágúst, 1922. Kristjánsson eftir föðurafa sínum, Hearn eftir brúðkaup.

Maki: 15. ágúst, 1953 Joseph Edward Hearn f. í Alabama 1920.

Börn: Christian Edward f. 11. nóvember, 1961.

Lilja var dóttir Hákons Jónassonar úr S. Þingeyjarsýslu og Guðnýjar Sólmundsdóttur. Hún fór í kennaraskóla og var kennari víða í Saskatchewan. Maður hennar stundaði nám í háskóla í Alabama. Hann var í utanríkisþjónustu Bandaríkjanna í Síðari heimstyrjöld. Fór þá í framhaldsnám og lauk doktorsprófi í sagnfræði, professor í sögu við Los Angeles City College.