ID: 18541
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1904

Lilja M Kjartansdóttir Mynd VÍÆ III
Lilja María Stephensen fæddist í Mikley í Manitoba 22. janúar, 1904. Kjartansdóttir vestra.
Ógift og barnlaus.
Hún var dóttir Kjartans Í Stephensen og Vilhjálmínu Þ Oddsdóttur í Manitoba. Fylgdi móður sinni til Duluth og til baka til Winnipeg 1910. Fór þá til Rósu, móðursystur sinnar í Geysisbyggð og var þar til ársins 1920. Stundaði seinna nám í verslunarskóla í Winnipeg og vann svo í skóverslun. Stofnaði eigið fyrirtæki, E. E. Shaw Company í borginni og seldi ritvélar. Annaðist móður sína hennar síðustu ár.
