
Loftur Bjarnason Mynd VÍÆ I
Loftur Bjarnason fæddist í Spanish Fork í Utah 15. mars, 1879. Dáinn í Salt Lake City 16. apríl, 1939.
Maki: Ida Florence Holladay.
Börn: 1. Loftur f. 16. ágúst, 1913.
Loftur var sonur Gísla Einarssonar og Halldóru Árnadóttur í Utah. Gísli var sonur Einars Bjarnasonar hreppstjóra í Hrífunesi og fór hann vestur einsamall árið 1875. Loftur gerðist trúboði mormóna og vann við trúboð á Íslandi 1900-1904. Hann nýtti tímann þar vel og stundaði nám í Latínuskólanum í Reykjavík. Eftir Íslandsferðina gerðist hann skólastjóri í Logan í Utah um skeið. Hann dreif sig í framhaldsnám, lauk B.A. prófi 1912 og M.A. 1923 við ríkisháskólann í Utah. Kennsla og fræðslumál hvers konar heilluðu hann og vann hann árin 1924-1932 við fræðslumálastjórn í ríkinu.