Loftur Runólfsson

ID: 2912
Fæðingarár : 1876
Fæðingarstaður : Vestmannaeyjar
Dánarár : 1950

Loftur Runólfsson Mynd FVTV

Loftur Runólfsson fæddist í Vestmannaeyjum 5. mars, 1876. Dáinn 10. nóvember, 1950 í Burbank í Kaliforníu. Albert Loftur Reynolds eða Albert Loftur Runolfson vestra.

Maki: 1) 20. júlí, 1895 Christine Jacobsen, danskrar ættar f. 1879 í Minnesota. 2) 29. ágúst, 1906  Jane Loretta Taylor f. 24. nóvember, 1885.

Börn: með Christine 1. Albert f. 1896 2. Lewis f. 1898. Eignaðist fimm börn með Jane, upplýsingar vantar.

Loftur fór vestur til Spanish Fork í Utah með foreldrum sínum árið 1882. Síðustu ár sín bjó Loftur í Burbank í Kaliforníu.