ID: 5653
Fæðingarár : 1865
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla

Magnús Benjamínsson og Sesselja Guðmundsdóttir Mynd SÍND
Magnús Benjamínsson fæddist árið 1865 í Húnavantssýslu.
Maki: Sesselja Guðmundsdóttir fædd í Skagafjarðarsýslu árið 1869.
Börn: 1. Guðmundur 2. Benjamín 3. Jón 4. Ingvar 5. Sigurður 6. Ingibjörg. Hún var þríburi, systur hennar tvær dóu úr spönsku veikinni árið 1918.

Þríburarnir Mynd SÍND
Magnús fór vestur með móður sinni, Ingibjörgu Guðmundsdóttur árið 1886 til Winnipeg í Manitoba. Þaðan lá leið þeirra í Garðarbyggð í N. Dakota. Sesselja flutti vestur árið 1876 með sínum foreldrum, Guðmundi Péturssyni og Þorbjörgu Finnbogadóttur og systkinum. Þau settust að í Nýja Íslandi en fluttu þaðan til Mountain í N. Dakota árið 1882.
